Færsluflokkur: Bloggar
28.10.2008 | 22:13
Ég var klukkuð!
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina...
- Unglingavinnuna
- Mjallhvítt
- Stíganda
- Jensen
ég held uppá...
- Mamma Mia
- What happen in vegas
- Good luck Chuck
- Cellular
Fjórir staðir sem ég hef búið á...
- Lindarsíðu
- Brekkugötu 21
-
-
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar...
- Greys Anatomy
- Desperate housewifes
- One tree hill
-Suite life about Zack and Cody
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum...
- Danmörk
- Pólland
- Reykjavík
- Akureyri
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan bloggsíður...
- myspace.com
- Facebook
- Barnaland.is
- Barnanet.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá...
- Baba,það er kartöfluréttur frá Póllandi:)
- Kjúklingur
- Svínakjöt
- Fahitas
Fjórar bækur eða blöð sem ég les oft...
- Séð og heyrt
- Moggann
- Fréttablaðið
- Dagskránna
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna...
- Póllandi
- Spáni
- upp í rúmi að kúra með Maniek mínum
- upp í fjalli á snjóbretti.
Fjórir bloggarar sem ég klukka...
-Enga sérstaka,það er búið að klukka alla sem ég þekki sem eru með síður:)hehe
Bloggar | Breytt 29.10.2008 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.10.2008 | 10:00
Bloggedý blogg!
Jæja bara komin helgi,vikan búin að vera rosalega fljót að líða,eða réttara sagt allar vikurnar,gengur eins og í sögu bara Ekkert nýtt að frétta svosem frá síðasta bloggi nema það að á morgun erum við að fara í staffapartý með vinnunni Manieks,förum og skoðum inn í göngin,svo verður farið heim til Eggerts og Hafdísar og það verður borðað,drukkið,sungið og trallað Voða fjör! Mamma ætlar að vera með Natalíu Perlu,það á eftir að verða skrautlegt!hehe neinei þetta verður allt í lagi.
Ætlum að skella okkur inn á Akureyri á morgun,versla smávegis og svona,ég ætla að reyna að finna mér einhvern flottan bol eða peysu,fer sennilega bara til hennar Íngu vinkonu í Fokus,hlýtur að vera til eitthvað almennilegt þar,er það ekki Ínga ef þú lest?
Mig langar svo í ilmvatn,nýja adidas ilminn eða Amor Amor,það stendur alltaf fyrir sínu með hvaða ilmvatni mælið þið með??
Talandi um að vera háð rauðvíni,ég sem þoldi þetta ekki hérna áður fyrr En þetta er svo gott,sérstaklega Rosemount,mmm en svo þið miskiljið mig ekki,þá er ég enginn alki,heheheh allt í lagi að fá sér svona smávegis um helgar
En jæja ég nenni ekki að skrifa meira,verið endilega dugleg að kvitta,alltaf gaman að lesa commentin
Síssa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.10.2008 | 10:29
Kreppa!?
Jæja bankarnir hrynja á fætur hver öðrum! þetta er að verða bilun,ég er sko ekki sátt,vorkenni sérstaklega einni manneskju,nefni ekkert nafn en hún veit það sjálf:):* en svo er fíbblið hann Jóhannes í bónus að segja við fólk að hamstra! þvílik og önnu eins vitleysa,fólk á ekki að hlusta á þetta,eg er svo hneiskluð að ég a ekki til orð Svo ætlaði ég að fara að kaupa hveiti fyrir nokkrum dögum og viti menn það var búið og ég heyrði að það væri ekki til á landinuég gæti endalaust talað um þessa vitleysu en ég bara nennni því ekki. En ég ætla endilega að biðja fólk um að vera ekki að hamstra,þvi það er alveg óþarfi!!!
En annars er allt gott að frétta af okkur hérna úr firðinum,Maniek bara að vinna eins og alltaf og við mæðgurnar heima
Natalía Perla er farin að sofa í rúminu sínu,búin að sofa 2 nætur og það tókst svona rosalega vel,erum svo stolt af henni
Við ætlum kannski að skreppa til Akureyrar á morgun og fara að versla allt vit frá okkur, nei segi svona,bara kaupa það sem við þurfum;) haha verðum að fara að hamstra;)haha ,svo getur verið að við skreppum í heimsókn til Agnesar og Arons Vikars
Veðrið er ekkert búið að vera spennandi,bara rigning og drulluveður,er ekki að fýla þetta:)
En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili
Sýju later:)
Síssa hamstrari;)hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2008 | 13:42
01.10.08
Jæja maður er nú ekki alveg hættur í bloggheiminum! alltaf að gera nýja og nýja síðu,en þetta er sú síðasta,kann bara mjög vel við þessa
En það er svosem ekkert mikið að frétta af okkur,nema það að Natalía Perla er lasin,var með smá hita í gær og er rosalega kvefuð! En hún er öll að koma til:) Þau eru svo fljót að ná þessu af sér,allaveganna hugsa þau ekki mikið um þetta þvi þau geta endalaust leikið sér!
Það er búið að snjóa örlítið og er smá snjókoma núna,ekkert skemmtilegt við það:/ Við mæðgur förum ekkert á göngu í dag og næstu daga fyrr en Natalía Perla nær sér af kvefinu.
Við keyptum göngugrind hana Natalíu Perlu og hún er notuð alveg óspart,henni finnst svo ótrúlega gaman að vera á þessu,hún fer bara aftur á bak núna en þetta kemru fljótlega hjá henni,ætlum samt ekki að hafa hana mikið í þessu,bara smá stund á hverjum degi
Mig langar svo að fara suður í verslunarleiðangur með Maniek og Natalíu Perlu??:) Hmm hef samt ekki talað um þetta við Maniek,en það er svo mikið að gera í vinnunni hjá honum,þannig að við förum ábyggilega ekkert núna,kannski bara fyrir jólin
Ég ætla bara að láta ykkur vita sem að lesið þá ætla ég að halda mig við þessa síðuhehe
Síssa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)